Print

 Allt frá því á miðöldum hefur það tíðkast að pör gefi hvort öðru gjafir á brúðkaupsafmælum. 

 

Með hverju árinu sem líður í hjónabandinu dýpkar það og styrkist.  Hverju ári, hverjum áfanga, er fagnað með gjöf sem hefur táknrænt gildi fyrir þann tíma sem parið hefur átt saman.  Í upphafi eru þetta litlir hlutir og verðminni, en eftir því sem árunum fjölgar, þeim mun verðmætari verða gjafirnar.

 

Í upphafi var einungis haldið upp 25 ára og 50 ára brúðkaupsafmælin og er sá siður er kominn frá germönum.  Eftir 25 ára hjónaband færði eiginmaðurinn konu sinni grip úr silfri og  því er það brúðkaupsafmæli kallað Silfurbrúðkaup.  Eftir 50 ára hjónaband færði eiginmaðurinn svo konu sinni gullgrip og brúðkaupsafmælið því kallað Gullbrúðkaup.  Ekki var haldið upp á önnur tímamót svo vitað sé til.

 

Á viktoríutímanum fer að bera á því að fleiri brúðkaupsafmæli séu haldin hátíðleg og ákveðin tákn tengd við hvern áfanga.  Líklega var á þeim tíma haldið upp á 1, 5, 10,15, 20, 25, 50 og 75 ára brúðkaupsafmælin. 

 

Frá árinu 1922 er að finna fyrstu heimildir um það að farið sé að halda upp á fyrstu 15 brúðkaupsafmælin og svo á fimm ára fresti eftir það, líkt og tíðkast enn þann dag í dag.

 

Hver áfangi í hjónabandinu hefur sitt tákn/efni og skal gjöfin tengjast þessu efni á einn eða annan hátt.  

 

Brúðkaupsafmælin eru sem hér segir:

 

1. Pappír

2. Bómull

3. Leður

4. Ávextir og blóm

5. Tré

6. Járn

7. Kopar

8. Brons

9. Leir

10: Tin

11. Stál

12. Silki

13. Blúnda/kniplingar

14. Fílabein

15. Kristall

20. Postulín

25. Silfur

30. Perla

35. Kórall

40. Rúbín

45. Safír

50. Gull

55. Smaragður

60. Demantur

75. Demantur 


Gull og Silfur ehf.
Skartgripaverslun og verkstæði

Laugavegi 52
101 Reykjavík
Sími: 552-0620
Fax: 552-9130

www.gullogsilfur.is
gullogsilfur@gullogsilfur.is