Print

Þrjár kynslóðir gullsmíðameistara og alltaf í eigu sömu fjölskyldu

Laugardaginn 2. apríl 2011 voru liðin 40 ár frá opnun gullsmíðaverkstæðis og verslunar að Laugavegi 35.

Sigurður G. Steinþórsson gullsmíðameistari og stofnandi fyrirtækisins hefur starfað þar alla sína tíð ásamt konu sinni Kristjönu Ólafsdóttur verslunarstjóra.

Gamla húsið

Gull & Silfur var til húsa að Laugavegi 35, frá 1971 til 2005.

 

Nú starfar einnig hjá fyrirtækinu dóttir þeirra hjóna, Sólborg S. Sigurðardóttir gullsmíðameistari, ásamt þriðja gullsmíðameistaranum og Valdísi Gunnlaugsdóttur verslunarmær sem starfað hefur hjá fyrirtækinu í áratugi.

Siggi Gullsmiður

Sólborg gullsmiður

Kristjana verslunarstjóri

Fjölskyldan vinnur saman alla daga; hjónin Sigurður og Kristjana með dótturina Sólborgu á milli sín.

 

Steinþór Sæmundsson gullsmíðameistari, faðir Sigurðar núverandi eiganda, kom inn i reksturinn fljótlega eftir stofnun Gulls & Silfurs og störfuðu þeir um árabil saman ásamt syninum Magnúsi sem einnig lærði gullsmíðna af föður sínum.

 Gull og silfur 10 ára

Myndin er af starfsfólki og eigendum á 10 ára afmælinu árið 1981. Talið frá vinstri: Erling Jóhannesson, Einar G. Þórhallsson, Sigurður G. Steinþórsson, Steinþór Sæmundsson, Magnús Steinþórsson, Guðbjörg Antonsdóttir, Sólborg S. Sigurðardóttir og Karen Jóhannesdóttir.

 

Nú þegar yfir fjörtíu ár eru liðin frá opnun verslunar og verkstæðis að Laugavegi 35, er fyrirtækið enn til húsa við Laugaveg, en nú í húsinu númer 52.  Þangað flutti fyrirtækið árið 2005 eftir 35 ár á sama stað. Innréttingarnar, sem Sigurður hannaði og voru sérsmíðaðar á sínum tíma, eru enn notaðar og gefa versluninni sérstaklega virðulegan blæ.

Gull og silfur búðin  
Árið 2005 flutti Gull & Silfur yfir götuna að Laugavegi 52.

 

Ánægðir viðskiptavinir eru forsenda árangurs

Listræni andinn sveipar reksturinn daglegum ljóma. Í hverjum grip mótar fyrir listrænu handbragði og verklagi sem hefur fylgt okkur í gegnum tíðina. „Við teljum öruggt að handverkið okkar, þjónustan og sú stefna að vera til staðar með einstaka þjónustu, hafi skilað sér í velvild á markaðnum sem og í tryggð þeirra þúsunda viðskiptavina sem við eigum allt að þakka. Án þeirra værum við ekki starfandi, segir Sigurður G. Steinþórsson“ aðspurður um velgengni fyrirtækisins.

Vinnustofa Gull og Silfur

Gullsmiðir Gulls & Silfurs að störfum á verkstæði fyrirtækisins.


Gull og Silfur ehf.
Skartgripaverslun og verkstæði

Laugavegi 52
101 Reykjavík
Sími: 552-0620
Fax: 552-9130

www.gullogsilfur.is
gullogsilfur@gullogsilfur.is