Print

Skapandi listamenn á sínu sviði, gamla handverkið í hávegum

Gullsmiðir fyrirtækisins og eigendur þess hafa ætíð verið skapandi listamenn á sínu sviði; smíðað gripi eftir eigin höfði úr flestum eðalmálum sem við þekkjum, skreytt með demöntum og öðrum eðalsteinum eða ekta perlum.

Siggi gullsmiður

Sigurður Steinþórsson eigandi Gulls & Silfurs að störfum.

 

Svo hefur það verið á daglegri dagskrá alla tíð, sérsmíði eftir óskum viðskiptavina sem koma sjálfir með hugmyndir að nýsmíði eða breytingum á einhverjum skartgrip sem við höfum smíðað.  Allt er gert til að gripurinn beri með sér persónulegri blæ og öðlist mikilvægari þýðingu.

Sérsmíðuð hálsmen, gullhringar, armbönd og eyrnalokkar skipta þúsundum auk þeirra margvíslegu verðlaunagripa og tímamótagripa sem við höfum sérsmíðað í 40 ár.

Sérsmíðað 
Dæmi um sérsmíðaða verðlaunagripi frá fyrirtækinu.

 

Meðal sérgreina okkar listamanna er handsmíði trúlofunarhringa þar sem hver og einn fær sérstaka meðhöndlun á vinnustofunni. Allt er gert í höndunum svo hvert par hafi sérstöðu og beri okkur fagurt vitni til framtíðar.

Í fyrstu var trúlofunarhringaúrvalið kynnt sérstaklega með bæklingum og auglýsingum á landsvísu, sem þótti nýmæli á þeim tíma með litprentaða trúlofunarhringamyndalistanum sem íbúar um allt land gátu notfært sér og pantað eftir.

Enn í dag höldum við í hefðirnar og sérsmíðum alla trúlofunarhringana og leggjum áherslu á persónulega þjónustu við val á hringum og breytingum á þeim. Þúsundir ánægðra kaupenda bera vott um góða þjónustu og hagstætt verð enda fátt eins gefandi fyrir gullsmið en ánægður viðskiptavinur.

Við handsmíðum og hönnum viðhafnargjafir og viðurkenningar fyrir sérstök tilefni. Meðal viðskiptavina hafa verið hirðir nágrannalandanna auk margra þekktra einstaklinga um allan heim.

Fluga sérsmíðað 

Dæmi um verðlaunagrip sem var smíðaður hjá Gulli & Silfri.

Hálsmen sérsmíðað

Sérsmíðað hálsmen og hringur, smíðað af Sigurði Steinþórssyni gullsmíðameistara.


Gull og Silfur ehf.
Skartgripaverslun og verkstæði

Laugavegi 52
101 Reykjavík
Sími: 552-0620
Fax: 552-9130

www.gullogsilfur.is
gullogsilfur@gullogsilfur.is