Print

Gull & Silfur leggur metnað í viðgerðir dýrgripa. Við skiljum að verðmæti þeirra er ekki síst fólgið í tilfinningalegu gildi þeirra. Það gleður að sjá fagran grip sem látið hefur á sjá í tímans rás endurreistan til fyrri glæsileika. 

 

Verkstæðið okkar býður uppá framúrskarandi viðgerðarþjónustu. Hver gripur sem tekinn er til viðgerðar er handyfirfarinn af okkar færustu sérfræðingum.  

 

Öll eigum við dýrgripi sem við höfum eignast í gegnum tíðina, verðmæti sem við höfum erft frá foreldrum, fjölskyldumeðlimum eða vinum, gripir sem okkur þykir vænt um og eru nálægt hjarta okkar.  

 

Á tímum sem þessum, sem og öðrum, er tilvalið að endurnýja lífdaga þeirra, gera gripina sem nýja.  Við tökum að okkur að gera við, vinna þá upp og lagfæra með allri þeirri þekkingu sem gullsmiðirnir okkar búa yfir.

 

Treystu sérfræðingum okkar til að meðhöndla þá af ýtrustu varfærni. Útkoman verður ánægjuleg.

 

Hvort sem um er að ræða einfalda viðgerð eða flókna endurreisn leggjum við metnað í starf okkar.

Viðgerðir skartgripa

Reglulegt eftirlit, hreinsun og slípun er mikilvæg til að skartgripir haldi gildi sínu og verðmæti.

Komið við hjá okkur á Laugavegi 52 og leyfið okkur að fara höndum um ykkar dýrustu djásn, útkoman mun koma ykkur skemmtilega á óvart.


Gull og Silfur ehf.
Skartgripaverslun og verkstæði

Laugavegi 52
101 Reykjavík
Sími: 552-0620
Fax: 552-9130

www.gullogsilfur.is
gullogsilfur@gullogsilfur.is